top of page

 Á næstu misserum mun ég vinna að rannsóknum á náms- og starfsvæntingum íslenskra unglinga en fyrri rannsóknir mínar á níunda áratugnum voru á því sviði.

    Ég hef einnig rannsakað brotthvarf úr framhalds-skólum auk rannsókna á náms- starfsvæntingum íslenskra unglinga  og félagslegum hreyfanleika. Við þessa vinnu hef ég notað rannsóknaraðferðir úr sálfræði, félagsfræði og skyldum greinum. Þær hafa snert kennslufræðileg viðfangsefni og tengjast þannig starfssviðum mínum við kennslu og ráðgjöf í íslenskum skólum.

HVAÐ ER Á DÖFINNI?.....

Framhaldsrannsókn byggð á rannsókn frá
1983 á náms- og starfsvæntingum íslenskra
unglinga.
Haust 2018 - Ólokið
Búsetugreining - vor 2019 - niðurstöður
rannsókn  á náms- og starfsvæntingum
íslenskra unglinga.
Mai 2017  -  Lokið  
Vor 2018 - Lokið  frumniðurstöður
Könnun á náms- og starfsvæntingum fólks 18-35 ára í Florida, BNA.
September 2018 - frumniðurstöður              September 2019 - frumniðurstöður

Eitt stærsta undirsvið sálfræðinnar er menntunar-sálfræði. (Hið enska heiti greinarinnar er educational psychology). Greinina má skýrgreina á nokkra vegu, en í grunninn er menntunarsálfræði svið sem rannsakar hlutverk og notkun sálfræðinnar við námslegar aðstæður. Margar merkar rannsóknir eru til í þessu fagi og mörg almenn hugtök í sálfræði koma þar fram auk hugtaka sem eiga við um nám sérstaklega. Segja má að menntunarsálfræði sé hinn kenningarlegi hluti greinarinnar en skólasálfræði hinn

hagnýti hluti hennar.

 

Allir sem hafa verið í skóla hafa verið að vinna á rannsóknarsviði menntunarsálfræðinnar hvort sem um er að ræða nemendur eða kennara. Raunar snertir greinin öll svið mannlegs atferlis því hún rannsakar m.a. hvernig við lærum hvort sem er í skóla eða utan hans í daglega lífinu.

Starfsvettvangur minn hefur verið í menntakerfinu undanfarin ár. Kennaramenntun og sálfræðimenntun mín má segja að hafi mæst í menntakerfinu og nýst mér vel bæði við kennslu og sálfræðilega ráðgjöf.  Ég hef stundað kennslu á öllum skólastigum, nema leikskólastiginu, og sálfræðistörf í skólakerfinu og í fangelsum. Ég hef stundað ofannefnd störf bæði í opinbera og einkageiranum.

 

Á komandi misserum mun ég gera framhaldsrannsókn sem byggir á rannsókn minni frá 1983 á náms- og starfsvali íslenskra unglinga Markmiðið með rannsókninni er að komast að því hver menntunar- og starfssaga einstaklinganna í 1983 úrtakinu er.

 

Auk ofangreindrar framhaldsrannsóknar mun ég gera nýja rannsókn til að kanna náms- og starfsáhuga nemenda í 10. bekkinga í grunnskóla. Niðurstöður þeirrar rannsóknar verða svo bornar saman við niðurstöður 1983 rannsóknarinnar.

  • Facebook Clean Grey
  • Twitter Clean Grey
  • LinkedIn Clean Grey
bottom of page