REYKJAVÍK - REYKJANES - VESTURLAND - NORÐURLAND - AUSTURLAND - SUÐURLAND
Þessi vefur er í vinnslu!
menntarannsóknir
Rannsóknir á starfsvæntingum íslenskra unglinga
menntarannsoknir.is




Hvar skyldi framtíðarstarfið mitt vera?
Það er einhvers staðar í völundarhúsinu

Náms- og starfsvæntingar unglinga
Rannsóknir
Langtímarannsókn 1983 - 2020 og nýjar sjálfstæðar rannsóknir
Hvað er á döfinni?
Þessi vefur heldur utan um rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsvæntingum íslenskra unglinga. Þær eru framkvæmdar af Dr. Hallur Skúlason menntunarsálfræðingi.
Rannsóknir á starfsvæntingum fólks eru mikilvægar í flóknu samfélagi nútímans. Þróun slíkra væntinga er, hjá flestum, ævilangt ferli sem mótast af væntingum einstaklingsins um framtíðarstarf, menntun hans og samspili við atvinnuumhverfi það sem hann býr við. Það er eðlilegt að margir skipti um starf annað hvort af neyð, vegna atvinnumissis eða af frjálsum vilja vegna eftirspurnar í störfum sem einstaklingar eru þjálfaðir í. Eftirspurn eftir fólki með tiltekna menntun í síbreytilegu þjóðfélagi eykur líkur á því að menntun taki breytingum í þá átt að vera sveigjanleg og byggjast á endurmenntun á starfsævinni. Formleg menntun mun verða undirstaðan í þróun starfsumhverfis framtíðarinnar bæði til hagsbóta fyrir einstaklinga og þjóðfélag því hún er ódýrasta leiðin til að koma þekkingu frá einni kynslóð til annarrar. Auk þess kallar sérhæfður vinnumarkaður á starfskrafta sem þjálfaðir eru á sérhæfðum sviðum.
Mikilvægur vendipunktur eða áfangi í þróun starfsvæntinga eru væntingar unglinga á lokaári í skyldunámi. Áður en unglingsárin skella á hefur umhverfið haft mikil áhrif en nú fara ,,raunveru-legar'' væntingar unglinsins sjálfs að fá sífellt meira vægi. Fjölskylda og aðrir í umhverfi hans líta oft á þetta sem upphafið að vegferð á starfsferilsbrautinni. Þessi vegferð fer fljótlega að leiða til vangaveltna um framtíðarstarf sem byggjast þá á því að opna og loka ýmsum brautum til framtíðarstarfa. Þetta birtist t.d. í því að margir unglingar fara að skipta áhugasviði sínu í framtíðarstörf á verknámssviði eða bóknámssviði.
Félagsleg staða fjölskyldu unglingsins getur haft áhrif á val hans um framhald eftir skyldunám. Unglingar hafa mögulega ólíkan fjölda starfa í nánasta umhverfi sínu en þar getur verið að finna vísi að hugsanlegu framtíðarstarfi þeirra. Þeir sem eiga foreldra sem eru í störfum sem byggjast á bóknámi hafa oft ekki sömu nálægð við störf foreldranna og þeir sem eiga foreldra sem eru í störfum sem byggja á tækni- eða starfsámi. Unglingar sem eiga t.d. föður sem er trésmiður læra oft um starf hans með því að aðstoða hann í starfi hans. Nálægðin er því meiri en t.d. hjá unglingi sem á foreldri sem er lögfræðingur. Unglingar geta því átt mismunandi greiðan aðgang að starfsfyrirmyndum sem geta haft áhrif á starfsvæntingar þeirra.
Framsetning þeirra rannsókna sem gerð er grein fyrir hér mun eingöngu verða á þessum vef. Niðurstöður eru gefnar í gröfum og gerð er grein fyrir aðferðafræði sem beitt er við úrvinnslu gagna. Rannsóknir sem gerðar eru í dag eru framkvæmdar af ýmsum aðilum í samfélaginu bæði í menntastofnunum og fyrirtækjum. Þar er fjöldi einstaklinga sem hlotið hefur þjálfun í rannsóknarstörfum og sú þekking sem verður til við vinnu þeirra er samfélaginu dýrmæt. Vísindastörf eru dæmi um hvernig starfaflóran hefur breyst í gegnum tíðina því algengara var að hér áður fyrr væru vísindi að mestu stunduð við æðri menntastofnanir. Núna spretta þær einnig oft af þörf fyrir nýja þekkingu sem verður grundvöllur þróunar nýrra afurða til að mæta eftirspurn á neytendamarkaði.
Nýjar rannsóknir
Nýr spurningalisti verður sendur til úrtaksins í 1983 og 1993 rannsóknunum á fyrstu mánuðum 2021. Það verður 3 fyrirlögn á lista sem tekur mið af og byggir á fyrsta listanum frá 1983. Haldið verður þar áfram að fylgjast með þátttakendunum á starfsbraut-inni
Greining gagna
Haldið verður áfram með greiningu þeirra gagna sem þegar liggja fyrir. Niðurstöður liggja nú þegar fyrir í rannsóknum sem gerð er grein fyrir á öðrum stöðum á vefnum. Þar sem um frumniðurstöður er að ræða í sumum rannsóknanna verða niðurstöður tölfræðilegra útreikninga settar á vefinn á næstunni.
Hallur Skúlason Ph.D.
Undanfarna áratugi hef ég starfað við kennslu í opinbera skólakerfinu og sem meðeigandi Nemenda-þjónustunnar sf í Reykjavík ásamt eiginkonu minni, Lilju Kristófersdóttur kenn-ara. Á næstu misserum mun ég vinna að rannsókn-um á náms- og starfsvænt-ingum íslenskra unglinga en fyrri rannsóknir mínar á níunda áratugnum voru á því sviði.
"
"
Ég hef einnig rannsakað brotthvarf úr framhalds-skólum auk rannsókna á náms- starfsvæntingum íslenskra unglinga og félagslegum hreyfanleika. Við þessa vinnu hef ég notað rannsóknaraðferðir úr sálfræði, félagsfræði og skyldum greinum.
Skólaganga
- Kennarapróf 1969
- BA próf í sálfræði - HÍ, 1974
- MA próf í menntunarsálfræði
University of Illinois, 1977
- Doktorspróf í menntunarsál- fræði, University of Illinois, BNA, 1986
"
Starfsferill
Kennsla:
- Grunnskóli
- Framhaldsskóli
- Kennaraháskólinn
Ráögjöf:
- Námsráðgjöf
- Skólasálfræðingur
- Fangelsissálfræðingur
"
Meðlimur í:
- Kennarasambandi Íslands
- Sálfræðingafélagi Íslands
- American Psychological
Association - APA
"

© 2022 Menntarannsóknir Nemendaþjónustan sf hallurskulason@yahoo.com