REYKJAVÍK - REYKJANES - VESTURLAND - NORÐURLAND - AUSTURLAND - SUÐURLAND
Þessi vefur er í vinnslu!
menntarannsóknir
Rannsóknir á starfsvæntingum íslenskra unglinga
menntarannsoknir.is

Hvar skyldi framtíðarstarfið mitt vera?

Það er einhvers staðar í starfalitrófinu!
Yfirlit rannsókna
Langtímarannsókn 1983 - 2021 og nýjar sjálfstæðar rannsóknir

Aðferðafræðileg úrvinnsla í gangi

Gagnaöflun í gangi

Niðurstöður komnar
1983 - Langtímarannsókn
Rannsókn á starfsvæntingum
9. bekkinga (nú 10. bekkur)
á Íslandi.

Um er að ræða rannsókn sem byrjað var á vorið 1983 og náði til 20 grunnskóla. Í úrtakinu voru 612 nemendur í 9. bekk (nú 10. bekkur) en það var um 15% allra nemenda á síðasta ári í grunnskóla hér á landi. Var þetta fyrsta skref langtímarannsóknar sem enn er í gangi.
1993 - Langtímarannsókn
Rannsókn á starfssögu einstaklinga í 1983 úrtakinu.

Spurningalisti var sendur til nemendanna í úrtakinu 1983 tíu árum eftir að þeir luku námi í grunnskóla. Tilgangurinn var að fá upplýsingar um hvar nemendurnir væru staddir á starfsferli sínum og hvort fylgni væri á milli væntinga þeirra í grunnskóla og stöðu þeirra 10 árum síðar.
2019 - Endurheimtur sveitarfélaga á nemendum - Búseta nemenda 1983 og 2019. Núverandi búseta einstakl-
inga í 1983 úrtakinu.

Úttekt á núverandi lögheimili allra nemenda í 1983 úrtakinu og það borið saman við heimilisföng þeirra árið þegar þau voru í síðasta bekk í grunnskóla. Ekki er hér gerð vísindaleg úttekt á þessari stöðu heldur, frekar til ábendingar um búsetuþróun á landinu á síðustu áratugum.
2019 - Rannsókn á starfsvæntingum
fólks í tveimur sýslum í Florida og
starfssögu fleiri aðila.

1983 - Rannsókn á væntingum
foreldra 9. bekkinga (nú 10. bekkur) um framtíðarstörf barna sinna í 1983 rannsóknarúrtakinu.

Foreldrar nemendanna í úrtakinu svöruðu einnig spurningalistum um hverjar væntingar þeirra væru varðandi framtíðarstarf barna þeirra. Niðurstöður þessara tveggja hópa munu verða samkeyrðar til að reyna að meta áhrif væntinga foreldranna á væntingar nemendanna á þeim tíma.
2021 - Langtímarannsókn
Rannsókn á starfssögu einstaklinga í 1983 úrtakinu.

Á haustönn 2021 verða spurningalistar sendir til nemendanna í úrtökunum frá 1983 og 1993. Þetta verður hugsanlega síðasti listinn en einstaklingarnir eru nú 53 og 54 ára gamlir og því langt komnir með atvinnusögu sína. Það er þó ekki útilokað að einn listi verði sendur í viðbót eftir 10 - 15 ár þegar hillir undir lokin á starfsferli þessara einstaklinga.
2020 - Rannsókn á náms- og starfs-
væntingum nemenda í 10. bekk
íslenska grunnskólans - samanburður
á svörum stúlkna og drengja.

Hér er um að ræða nýja rannsókn með sambærilegu úrtaki við það sem notað var í 1983 rannsókninni. Í þessari rannsókn var m.a. spurt um kyn nemendanna og svör stúlkna og drengja borin saman. Þetta gefur möguleika á að bera saman svör kynjanna á sama aldri milli kynslóða með 35 ára millibili.
Hvað er á döfinni?
Nýjar rannsóknir
Nýr spurningalisti verður sendur til úrtaksins í 1983 og 1993 rannsóknunum haustið 2021. Það verður 3 fyrirlögn á lista sem tekur mið af og byggir á fyrsta listanum frá 1983. Haldið verður þar áfram að fylgjast með þátttakendunum á starfsbrautinni.
Greining gagna
Haldið verður áfram með greiningu þeirra gagna sem þegar liggja fyrir. Niðurstöður liggja nú þegar fyrir í rannsóknum sem gerð er grein fyrir á öðrum stöðum á vefnum. Þar sem um frumniðurstöður er að ræða í sumum rannsóknanna verða niðurstöður tölfræðilegra útreikninga settar á vefinn á næstunni.
Aðsókn í háskólana hefur aukist.
Ásókn í nám í háskólum á Íslandi hefur aukist í COVID-19 faraldri-num.
Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sjá fram á mikla aukn-ingu nemenda í haust. Aðsókn í Háskólann á Akureyri stendur í stað. Háskóli Íslands ætlar að bjóða upp á sumarnám við skólann til að bregðast við náverandi þjóðfélagsaðstæðum. Þá verður sumarvinna í boði fyrir nemendur.
Maí, 2020
Þessi rannsókn var framkvæmdí í tveimur sýslum í Florida í BNA 2018 og 2019. Rafrænir spurn-ingalistar voru lagðir fyrir 1100 einstaklinga. Úrvinnslu gagna er ekki lokið ennþá en mun nálgast lokamarkið á næstu vikum.

© 2020 Menntarannsóknir Nemendaþjónustan sf American Tutoring Center LLC hallurskulason@yahoo.com