top of page

Langtímarannsókn - aðferðafræði

Hér að neðan er lýsing á rannsókninni sem gerð var á vorönn 1983 og niðurstöður á búsetuþætti hennar. Hún 
er grunnlína fyrir rannsóknir gerðar 1993 og 2021 sem eru 2. og 3. þáttur í þessari langtímarannsókn.
Nánar (ensk útgáfa)
Market Analysis
Langtímarannsókn I - Starfsvæntingar íslenskra nemenda á síðasta ári í grunnskóla (1983)

Rannsókn á starfsvæntingum íslenskra nemenda á síðasta ári í grunnskóla (framkvæmd 1983)

Rannsókn á starfsvæntingum íslenskra 9. bekkinga (sem er 10. bekkur í dag). Um er að ræða nemendur á síðasta ári í grunnskóla sem fóru í framhaldsskóla nokkrum mánuðum eftir að rannsóknin var gerð.

Markmiðið með rannsókninni var að komast að því hvort marktækur munur væri á starfsvæntingum nemendanna eftir búsetu þeirra. Upplýsingar voru fengnar með spurningalistum sem hannaðir voru og forprófaðir af rannsakanda. Í úrtakinu voru 612 nemendur í 20 grunnskólum víðs vegar um land, en það voru 15.8% af öllum nemendum í árganginum á rannsóknarárinu. 

 

Í úrtakinu voru 303 drengir og 309 stúlkur á 16. ári. Búsetu- breytunni var skipt í fimm flokka: 1) Reykjavik, borgina (með framhaldsskóla), 2) fimm kaupstaði við ströndina (með framhaldsskóla), 3) sjávarkauptún (ekki með framhaldsskóla), 4) tvo dreifbýliskaupstaði (með framhaldsskóla), og 5) dreifbýli (einn flokkur, ekki með framhaldsskóla).

Spurt var um: 1) reynslu af skóla, 2) starfsfræðslu, og náms- og starfsráðgjöf í skólanum, 3) menntunar- og starfsvæntingar nemendanna fyrir sig, 4) starfsvæntingar fjölskyldu, vina og starfsmanna skóla fyrir hönd nemendanna eins og nemendurnir greindu frá og 5) menntun og starf foreldra og afa og ömmu nemendanna og fjölskylduaðstæður.

Tölfræði: Við greiningu gagna var notuð chi square, Z próf, líkindareikningur og contingency coefficient og marktektarmörk voru sett við .05.

Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós að hærra hlutfall nemenda á svæðum með framhaldsskóla en á svæðum þar sem ekki var framhaldsskóli ætluðu í menntaskóla eða fjölbrautaskóla eftir grunnskóla. Menntaskólarnir voru eingöngu bóknámsskólar en fjölbrautaskólarnir voru bæði bóknáms- og verknámsskólar.

Hærra hlutfall nemenda í Reykjavík en á öðrum stöðum á landinu höfðu ákveðið að fara í framhaldsskóla eftir grunnskóla. Fleiri nemendur í borginni en á öðrum stöðum höfðu áhuga á að fara í verslunarskóla og í háskóla. Hins vegar hafði hærra hlutfall nemenda utan borgarinnar, en í borginni, áhuga á að fara í störf sem kröfðust verk- eða starfsnáms. Og að lokum töldu nemendur í borginni, fremur en utan hennar, sig betur fallna til að taka ákvörðun um nám sitt að loknum grunnskóla en foreldrana.

1983 rannsókn                  Skólar í rannsókninni:

Rannsóknin var framkvæmd á eftirtöldum stöðum:

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

Kaupstaðir við sjávarsíðuna

Sauðárkrókur

Oddeyrarskóli

Gagnfræðaskóli Akureyrar

Gagnfræðaskóli Keflavíkur

Grindavík

Reykjavík

Fellaskóli 

Langholtsskóli

Laugalækjarskóli

Hvassaleitisskóli

Hagaskóli

Kauptún við sjávarsíðuna

Grundarfjörður

Raufarhöfn

Seyðisfjörður

Reyðarfjörður

Þorlákshöfn

Sveitakaupstaðir

Selfoss

Egilsstaðir

Dreifbýli

Laugagerðisskóli

Laugaskóli í Dalasýslu

Hrafnagilsskóli

Greining gagna

Frumbreyta: búseta

Fylgibreytur:

1) reynsla af skóla,

2) starfsfræðsla, og náms- og starfsráðgjöf í skólanum,

3) menntunar- og starfsvæntingar nemendanna fyrir sig,

4) starfsvæntingar fjölskyldu, vina og starfsmanna skóla fyrir

     hönd nemendanna eins og nemendurnir greindu frá og

5) menntun og starf foreldra og afa og ömmu nemendanna

     og fjölskylduaðstæður.

Við greiningu gagna voru notuð: chi square, Z próf, líkindareikn-

ingur og contingency coefficient og marktektarmörk voru sett

við .05.

Framhaldsrannsóknir á sama (1983) úrtaki:
 
Langtímarannsókn II 1993. Spurningalisti var sendur til einstaklinganna í 1983 úrtakinu til að fá upplýsingar um starfssögu þeirra til þess tíma.
Langtímarannsókn III 2021. Spurningalisti verður sendur til einstaklinganna í 1983 úrtakinu til að fá upplýsingar um starfssögu þeirra til þess tíma.
Endurheimtur sveitarfélaga á nemendum - Búseta
nemenda 1983 og 2019: Mars 2019 - Lokið 

© 2021 Menntarannsóknir                    Nemendaþjónustan sf    American Tutoring Center LLC                    hallurskulason@yahoo.com 

bottom of page