top of page

Rannsókn 2020 - niðurstöður

Náms- og starfsvæntingar 380 nemenda í 10. bekk
Niðurstöður svara allra nemenda 
Samanburður á svörum stelpna og stráka
Anchor 1

TÖLFRÆÐI OG GREINING

Um niðurstöðurnar: 

Markmiðið með rannsókninni var að komast að því hvort marktækur munur væri á starfsvæntingum nemendanna eftir kyni þeirra. Upplýsingar voru fengnar með spurningalista sem hannaður var og forprófaður af rannsakanda. Í úrtakinu voru 380 nemendur í 8 grunnskólum víðs vegar um land.

Rannsóknarsvið: 

1. reynsla af skóla

2. væntingar um framtíðarmenntun og -störf         

     nemendanna

3. fjölskylduaðstæður

4. menntun og starf foreldra og afa og ömmu 

     nemendanna

5. viðhorf nemendanna til 12 starfsgreina

Niðurstöður tilgátuprófana

Núlltilgáta er fullyrðing sem getur verið afsönnuð með fyrirliggjandi gögnum. Hún verður hins vegar aldrei sönnuð. Hún er yfirleitt táknuð með H0​. Yfirleitt er núlltilgáta fullyrðing um hlutlaust ástand, til dæmis að hópar séu jafnir, að það sé ekki fylgni á milli breyta og svo framvegis. Gefum okkur að rannsóknartilgáta í tiltekinni rannsókn sé að drengir mælist hærri en stelpur að meðaltali á einhverju tilteknu prófi. Núlltilgátan væri að enginn munur sé til staðar á milli hópanna. Dæmi um núlltilgátu er: Ekki er munur á einkunnum úr stærðfræðiprófi hjá drengjum og stúlkum. 

Stöðluð normaldreifing (eða z-score) er normaldreifing þar sem meðaltalið er 0 og staðalfrávikið 1. Þessi dreifing er jafnan nefnd z-dreifing. Með skoðun z-dreifingar fæst hversu mörgum staðalfrávikum fyrir ofan eða neðan meðaltal, x-gildi (hrágildi) eru. Þess skal getið að dreifing gagnanna breytist ekki þegar z-gildi eru reiknuð út, þ.e. með því að beita þessari jöfnu verður dreifing ekki normaldreifð.

Umræða

Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að kanna hvort náms- og starfsvæntingar stelpna og stráka á lokaári í skyldunámi á Íslandi séu ólíkar. Rétt er að geta fyrirvara sem hafa verður í huga er ályktanir eru dregnar af niðurstöðum rann-sóknarinnar. Þó að niðurstöðurnar séu byggðar á úrtaki sem í eru einstaklingar sem búsettir eru víðs vegar um land ber þess  að geta að um hentugleikaúrtak er að ræða sem óvíst er hversu vel endurspeglar þýðið sem það er dregið úr og ályktanir eru dregnar um. Hins vegar er mælitækið staðlað og því voru rannsóknar-atriðin þau sömu fyrir alla þátttakendurna. Allir nemendurnir úr sama skólanum svöruðu spurningalista á sama tíma.

Kí-kvaðrat (Chi square) er marktektarpróf þar sem mögulegt er að meta hvort tveir hópar séu það ólíkir á ákveðinni mælingu að óhætt sé að fullyrða að svo sé einnig í þýði. 

Marktektarmörk og p

Marktektarmörk eru venjulega sett sem a = 0,05 sem er eins konar málamiðlun milli áhættu að gera höfnunarmistök (type I = a) annars vegar og fastheldnimistök (Type II = b) hins vegar. Ef marktektarmörk eru sett við annað en þetta þarf að færa rök fyrir því.

P segir til um líkurnar á því að sá mismunur (t.d. milli hópa) sem við finnum sé til kominn fyrir tilviljun. Ef þessar líkur eru mjög litlar (p<0,05) er mismunurinn líklega ekki til kominn fyrir tilviljun og er þar með tölfræðilega marktækur; núlltigátunni er sem sagt hafnað. Þetta þýðir jafnframt það að fyrir tilviljun gefa að meðaltali 5% (0,05 eða 1/20) tölfræðiprófa falskt jákvæða (marktæka) niðurstöðu.

Niðurstöður

1. Reynsla tengd skóla
2. Reynsla tengd fjölskyldu
3. Reynsla tengd skyldmennum
4. Reynsla tengd vinum
5. Viðhorf nemendanna til starfa kynjanna
6. Væntingar nemendanna um framtíðarstarf
7. Viðhorf nemendanna til 12 starfsgreina

REYNSLA TENGD SKÓLA:

Q1 Picture1.finnst að vera í skóla.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) /öryggismörk = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.61

μ2 = mean - strákar = 2.35

búið 1. spurning: Hvernig finnst þér að vera í skóla?

Rannsóknartilgáta: Stelpum finnst skemmtilegra í skóla en strákum.

 

Rúmum helmingi nemenda af báðum kynjum finnst mjög eða frekar skemmtilegt að vera í skóla. Ekki var marktækur munur á upplifun kynjanna á veru sinni í skóla en nokkru hærra hlutfall stráka (61%) en stelpna (54%) var ánægður með veru sína þar (byggt á samanlögðum fjölda svara við svarmöguleikunum ,,mjög skemmtilegt'' og ,,frekar skemmtilegt'').

N= 380

Stelpur: 173

Strákar: 207

Marktektarmörk/Öryggismörk = .05

Chi kvaðrat = 8.904       Ekki marktækur munur á stelpum og strákum

P = .063544                      Ekki marktækt

Z próf = - 1.252                Ekki marktækur munur á stelpum og strákum

P = .2113                           Ekki marktækt

SD stelpur = 0.95

SD strákar = 0.94

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_chart_Q2.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.76

μ2 = mean - strákar = 2.43

búið 2. spurning: Að hve miklu gagni heldurðu að það sem þú ert að læra í skólanum núna (í 10. bekk), muni koma þér í framtíðarstarfi þínu? (merktu við eitt atriði).

Rannsóknartilgáta: Stelpur fremur en strákar telja að það sem þau eru að læra í skólanum muni koma þeim að gagni í framtíðarstarfi.

Strákarnir (53%) í rannsókninni töldu sig hafa meira gagn af veru sinni í 10. bekk en stelpurnar (40%). Þetta sést vel ef skoðaðir eru fyrstu tveir svarmöguleikarnir í 2. töflu. Var um marktækan mun að ræða hjá kynjunum. Strákarnir sáu meira gagn í námi sínu í 10. bekk fyrir framtíð sína en stelpurnar gerðu.

 

Öryggismörk = .05

 

Chi kvaðrat = 12.116                Marktækur munur    

P = .016509                                 Marktækt 

Z próf = - 2.197                          Marktækur munur

P = .0278                                      Marktækt   

SD stelpur = 0.95

SD strákar = 0.86

Núlltilgátu er hafnað hér. Marktækur munur var á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

Marktækar niðurstöður:

Strákarnir (53%) í rannsókninni töldu sig hafa meira gagn af veru sinni í 10. bekk en stelpurnar (40%) töldu sig hafa.

StestráPicture3.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núlltilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.89

μ2 = mean - strákar = 1.67

búið 3. spurning: Að hve miklu gagni heldurðu að nám í framhaldsskóla komi þér í framtíðinni?

Rannsóknartilgáta: Strákar, fremur en stelpur, telja að það sem þau munu læra í framhaldsskóla komi þeim að gagni í framtíðarstarfi.

Strákarnir (89%) í rannsókninni töldu sig myndu hafa meira gagn af námi í framhaldsskóla en stelpurnar (78%). Þetta sést vel ef skoðaðir eru fyrstu tveir svarmöguleikarnir í 3. töflu. Var um marktækan mun að ræða hjá kynjunum. Strákarnir sáu meira gagn í námi í framhalds-skóla fyrir framtíð sína en stelpurnar gerðu. Mikill meirihluti beggja kynja taldi sig myndu hafa mikið eða töluvert gagn af námi í framhaldsskóla þó fundist hafi áðurnefndur munur.

 

Öryggismörk = .05

Chi kvaðrat = 10.252                 Marktækur munur

P = .03638                                    Marktækt

Z próf = - 2.765                           Marktækur munur

P = .0058                                       Marktækt              

SD stelpur = 0.87

SD strákar = 0.71

Núlltilgátu er hafnað hér. Marktækur munur var á stelpum og strákum

við .05 marktektarmörkin.

Marktækar niðurstöður:

2/3. Strákarnir (89%) í rannsókninni töldu sig myndu hafa meira gagn af námi í framhaldsskóla en stelpurnar (78%).    

stestráPicturespurning5.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.64

μ2 = mean - strákar = 2.17

búið 5. spurning: Hve miklum tíma eyðirðu, að meðaltali, í heimanám á hverjum degi?

Rannsóknartilgáta: Strákar eyða meiri tíma í heimanám á hverjum degi en stelpur.

Hærra hlutfall stráka (29%) en stelpna (15%) í rannsókninni eyddi meira en 1 klukkustund í heimanám á hverjum degi. Þetta sést vel ef skoðaðir eru  3., 4. og 5. súla í 5. töflu. Var um marktækan mun að ræða á kynjunum þegar þessir þrír svarmöguleikar voru reiknaðir og bornir saman milli kynjanna. Meirihluti beggja kynja eyddi samt minna en 1 klukkustund í heimanám á hverjum degi. Þó að niðurstöður útreikninganna séu á þessa lund er hugsanlegt að einhverja daga eyði nemendur meiri tíma í heimanám en þeir gefa upp hér.

 

Öryggismörk = .05

Chi square = 32.14                       Marktækur munur 

P = .00001 Significant                Marktækt

Z test = - 3.306 Significant       Marktækur munur

P = .0009 Significant                  Marktækt

SD stelpur = 0.87

SD strákar = 1.01

Núlltilgátu er hafnað hér. Marktækur munur var á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

Marktækar niðurstöður:

3(5. Hærra hlutfall stráka (29%) en stelpna (15%) í rannsókninni eyddi meira en 1 klukkustund í heimanám á hverjum degi.

stestrá_Q6_pabbi_Picture6.png

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núlltilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.36

μ2 = mean - strákar = 1.35

búið 6a. spurning: Hve oft spyr pabbi þinn þig hvort þú hafir lokið við heimanámið?

Rannsóknartilgáta: Pabbar stelpna spyrja þær oftar um heimanám þeirra á hverjum degi en strákana.

Pabbar stelpnanna spyrja  þær oftar(40%) hvort þær hafi lokið við heimanámið heldur en pabbarnir spyrja strákana (29%). Þetta sést vel ef skoðaðir eru  valmöguleiki 4, og 5. í töflu 6a. Var um marktækan mun að ræða á kynjunum þegar þessir tveir valmögu-leikar voru skoðaðir saman.

Chi square = 9.973  Marktækur munur

P = 0.040885             Marktækt

Z test = -2.867          Marktækur munur

P = 0.0041                  Marktækt

SD stelpur = 1.36

SD strákar = 1.35

 

Núlltilgátunni er hafnað. Marktækur munur var á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

Marktækar niðurstöður: Pabbar stelpnanna spyrja  þær oftar (40%) hvort þær hafi lokið við heimanámið heldur en pabbarnir spyrja strákana (29%).

stestrá_Q6b_Picture6_mamma.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núlltilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.51

μ2 = mean - strákar = 2.81

búið 6b. spurning: Hve oft spyr mamma þín þig hvort þú hafir lokið við heimanámið?

Rannsóknartilgáta: Mæður stelpna spyrja þær oftar um heimanám þeirra á hverjum degi en stráka.

 

Mæður stelpnanna spyrja  þær oftar (60%) hvort þær hafi lokið við heimanámið heldur en þær spyrja strákana (45%). Þó ki-kvaðratið   1 og 2 marktækur á Z prófinu. Þar var því um mun á kynjunum að ræða, hvað varðar  ,,áhuga'' mæðranna.  Þetta sést vel ef skoðaðir eru  valmöguleiki 1 og 2 í töflu 6b. 

Chi square = 7.912                   Ekki marktækt   

P = 0.094856                              Ekki marktækt

Z test = 2.6514                           Marktækt

P = 0.008                                      Marktækt

SD stelpur = 1.32

SD strákar = 1.32

Núlltilgátu er ekki hafnað á kí kvaðratprófi en hafnað fyrir z prófs hluta töflunnar. Marktækur munur var á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin á Z prófi ef svarmöguleikar 1 og 2 eru teknir saman. Þar var því um marktækan mun að ræða.

Marktækar niðurstöður: Mæður stelpnanna spyrja  þær oftar (60%) hvort þær hafi lokið við heimanámið heldur en þær spyrja strákana (45%).

stestrá_Q7a_Picture_pabbi.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.12

μ2 = mean - strákar = 2.12

búið 7a spurning: Hve mikinn áhuga sýnir pabbi þinn á því sem þú ert að gera í skólanum?

Rannsóknartilgáta: Feður stelpna sýna því meiri áhuga sem þær eru að gera í skólanum dags daglega en það sem strákarnir eru að gera.

Feðurnir sýndu því ekki meiri áhuga sem stelpurnar voru að gera í skólanum en því sem strákarnir voru að gera. Ekki fannst marktækur munur á feðrum stelpna og stráka hvað varðar áhuga þeirra á því sem börn þeirra voru að gera í skólanum. Hafa skal í huga að áhugi feðranna er túlkaður af börnunum eins og þau skynjuða áhuga feðranna.

Chi square = 3.2622                 Ekki marktækt

P = 0.514948                              Ekki marktækt

Z test = 2.8413                           Marktækur munur á fyrstu þremur svarmöguleikunum

P = 0.0452                                   Marktækt

SD stelpur = 1.16

SD strákar = 1.13

Núlltilgátu var ekki hafnað fyrir töfluna í heild. Lítill, marktækur, munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin á Z- prófi væru svarmöguleikar 1, 2 og 3 reiknaðir saman. Þar var því um marktækan mun að ræða

stestrá_Q7b_Picture7._mamma.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.91

μ2 = mean - strákar = 1.82

búið 7b. spurning: Hve mikinn áhuga sýnir mamma þín á því sem þú ert að gera í skólanum?

 

Rannsóknartilgáta: Mæður stelpna sýna því meiri áhuga sem þær eru að gera í skólanum dags daglega en það sem strákar eru að gera.

Marktækur munur var ekki á mæðrum stelpna og stráka hvað varðar áhuga þeirra á því sem börn þeirra voru að gera í skólanum.Hafa ber í huga að áhugi mæðranna er túlkaður af börnunum eins og þau skynjuða áhug þeirra.

Chi square = 7.912                 Ekki marktækt

P = 0.094856                            Ekki marktækt

Z test = -1.0823                       Ekki marktækt

P = 0.28014                              Ekki marktækt

SD stelpur = 1.05

SD strákar = 0.91

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q8_Picture8.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.36

μ2 = mean - strákar = 2.56

búið 8. spurning: Hefur starfsfræðslan eða starfskynningin í skólanum þínum auðveldað þér að finna rétta skólann eða starfið til að fara í?

Rannsóknartilgáta: Stelpum gagnast starfsfræðsla eða starfskynning í skólanum meira en strákum.

Chi square = 7.4578                 Ekki marktækur munur

P = 0.058652                              Ekki marktækt

Z test = 1.5537                           Ekki marktækur munur

P = 0.12114                                 Ekki marktækt

SD stelpur = 0.70

SD strákar = 0.75

Stelpunum gagnaðist starfsfræðslan í skólanum ekki meira en strákunum því ekki fannst marktækur munur  á kynjunum hvað varðar reynslu þeirra af ​þessum þáttum skólastarfsins. Fleiri stelpur en strákar létu þó í ljós meiri ánægju með starfs-fræðsluna þó munurinn á þeim og strákunum væri ekki marktækur.

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q9_Picture9.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.97

μ2 = mean - strákar = 1.93

búið 9a. spurning: Hversu gagnleg heldurðu að aðstoð náms- og starfsráð-gjafa við nemendur sé við að finna rétta skólann til að fara í eftir 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Stelpur frekar en strákar telja að aðstoð náms- og starfs-ráðgjafa í skóla gagnist nemendum við að finna rétta skólann til að fara í eftir 10. bekk.

Munur á svörum kynjanna  við þessari spurningu var ekki marktækur og skoðun stelpnanna og strákanna á gagnsemi náms- og starfsráðgjafa í skólanum var svipuð. Báðir hóparnir töldu ráðgjöfina í skólanum gagnlega.

Chi square = 1.338                   Ekki marktækur munur

P = 0.72012                                Ekki marktækt

Z test = -0.4475                         Ekki marktækur munur

P = 0.65272                                Ekki marktækt

SD stelpur = 0.80

SD strákar = 0.81

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_9b_Picture9b_starfið.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.26

μ2 = mean - strákar = 2.48

búið 9b. spurning: Hversu gagnleg heldurðu að aðstoð náms- og starfsráðgjafa við nemendur sé við að finna rétta starfið til að fara í eftir 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Stelpur frekar en strákar telja að aðstoð náms- og starfsráðgjafa í skóla gagnist nemendum við að finna rétta starfið til að fara í eftir 10. bekk.

Sé litið á svör kynjanna í heild  fannst ekki marktækur munur á svörum kynjanna  við þessari spurningu. Þegar rýnt er í töfluna hér til vinstri sést hins vegar að hærra hlutfall stelpna en stráka telur að þjónusta náms- og strafsráðgjafa sé gagnleg við að finna starf til að fara í eftir 10. bekk. Þessi munur var marktækur (á Z prófi) en óljóst er hvort að þær með þessu telji þjónustu þeirra við að finna rétta framtíðarstarfið fyrir sig sé gagnleg. Til þess hefði þurft að orða spurninguna með tilliti til framtíðarstarfs. Báðir hóparnir töldu ráðgjöfina í skólanum gagnlega hvað varðar starf eftir 10. bekk.

Kí kvaðrat (Chi square) = 6.836                  Ekki marktækur munur

P = 0.077312                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 2.4137                                 Marktækur munur

P = 0.01596                                                      Marktækt

SD stelpur = 0.86

SD strákar = 0.89

Núlltilgátu var ekki alfarið hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin á kí kvaðrat prófi. Hins vegar var marktækur munur á Z prófi fyrir þessa spurningu.

stestrá_Q10_Picture10.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.72

μ2 = mean - strákar = 1.83

búið 10. spurning Vinnurðu með skólanum um þessar mundir? (hér er ekki átt við vinnu í skólafríum).

Rannsóknartilgáta: Stelpur vinna oftar með skóla en strákar.

Ekki fannst marktækur munur á vinnuframlagi kynjanna með skóla. Meirihluti nem-endanna vann ekki með skólanum og átti það bæði við um stelpurnar og strákana. Meðal þeirra sem unnu með skólanum voru strákarnir nokkru fleiri (45%) en stelpurnar (40%) en munurinn á milli kynjanna var ekki marktækur þarna.

Kí kvaðrat (Chi square) = 1.871                  Ekki marktækur munur

P = 0.599614                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.2689                                Ekki marktækur munur

P = 0.20408                                                       Ekki marktækt

SD stelpur = 0.98

SD strákar = 1.00

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

VÆNTINGAR UM FRAMTÍÐARMENNTUN OG -STARF NEMENDANNA:

stestrá_Q11a_Picture11a.mamma.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.20

μ2 = mean - strákar = 1.24

búið 11. spurning: Hefur mamma þín talað um það við þig hvort þú ættir að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax og þú ert búin(n) með 10. bekk?

 

Rannsóknartilgáta: Mæður tala oftar við dætur sínar en syni sína um það hvort rétt sé/væri að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax eftir 10. bekk.

Ekki fannst marktækur munur á því að mæður töluðu oftar við dætur sínar en syni um það hvort rétt væri að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax eftir 10 bekk. Mikill meirihluti (u.þ.b. 90%) beggja kynja svöruðu því til að mæður þeirra töldu að þau ættu að fara í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla frekar en fara að vinna.

Kí kvaðrat (Chi square) = 0.372                  Ekki marktækur munur

P = 0.830282                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 0.4484                                 Ekki marktækur munur

P = 0.65272                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 0.59

SD strákar = 0.65

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q11b_Picture11b.pabbi.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.28

μ2 = mean - strákar = 1.37

búið 12. spurning: Hefur pabbi þinn talað um það við þig hvort þú ættir að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax og þú ert búin(n) með 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Feður tala oftar við syni sínar en dætur sínar um það hvort rétt sé/væri að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax eftir 10. bekk.

Marktækur munur fannst á kí kvaðrat prófi á því hvort feður töluðu oftar við syni sína en dætur um það hvort rétt væri að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax eftir 10 bekk. Niðurstöður sýndu að feðurnir töluðu oftar við dætur sínar en syni um þetta. Mikill meirihluti (u.þ.b. 85%) beggja kynja svöruðu því til að feður þeirra töldu að þau ættu að fara í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla frekar en fara að vinna.

Kí kvaðrat (Chi square) = 6.236                  Marktækur munur

P = 0.044246                                                    Marktækt

Z próf (Z test) = -1.476                                  Ekki marktækur munur

P = 0.1389                                                         Ekki marktækt

SD stelpur = 0.66

SD strákar = 0.77

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka á kí kvaðrat prófi við .05 marktektarmörkin. Feður töluðu oftar við dætur sínar en syni sína um hvort rétt væri að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax eftir 10.bekk.

Marktækar niðurstöður (á kí kvaðrat prófi): Pabbar stelpnanna töluðu oftar við þær um hvort rétt væri að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax eftir 10.bekk heldur en pabbarnir töluðu um það við strákana.

stestráQ52Picture52kvíðirðuaðfaraíframha

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.09

μ2 = mean - strákar = 2.99

búið 12b/52. spurning: Kvíðirðu fyrir að fara í framhaldsskóla?

 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur eru kvíðnir fyrir að fara í framhaldsskóla.

Rúmlega 37% strákanna sögðust vera mjög eða töluvert kvíðnir fyrir því að fara í framhaldsskóla á meðan 11% stelpnanna sagðist kvíða mjög eða töluvert mikið fyrir því að fara í framhaldsskóla. Þessi munur á kynjunum var marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 66.62                  Marktækur munur

P = 0.00001                                                       Marktækt

Z próf (Z test) = -5.404                                  Marktækur munur

P =  0.00001                                                      Marktækt

SD stelpur =  1.14

SD strákar =  1.27

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

Marktækar niðurstöður: Rúmlega 37% strákanna sögðust vera mjög eða töluvert kvíðnir fyrir því að fara í framhaldsskóla á meðan 11% stelpnanna sögðust kvíða mjög eða töluvert mikið fyrir því að fara í framhaldsskóla.

stestrá_Q33_Picture33.karlar_vinna_betu

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 3.32

μ2 = mean - strákar = 4.12

búið 12c/33. spurning: Karlar vinna flest störf betur en konur.

Rannsóknartilgáta:  Stelpur, frekar en strákar, telja að  karlar vinni flest störf betur en konur.

Fleiri stelpur en strákar voru sammála þessari fullyrðingu. Nærri þrír fjórðu hlutar strákanna var annað hvort ósammála eða algjörlega ósammála þeirri fullyrðingu að karlar vinni flest störf betur en konur.  Hins vegar var fjórðungur stelpnanna sammála þessari fullyrðingu en tvö prósent strákanna var sammála henni. Var marktækur munur á skoðunum nemenda á þessu.

Kí kvaðrat (Chi square) = 44.435               Marktækur munur

P = 0.00001                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = 6.2139                                 Marktækur munur

P = 0.00001                                                      Marktækt

SD stelpur = 1.35

SD strákar = 0.91

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

Marktækar niðurstöður: Fleiri stelpur en strákar voru sammála því að  karlar vinni flest störf betur en konur.

stestrá_Q13_Picture13.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.38

μ2 = mean - strákar = 3.04

búið 13. spurning: Hversu oft heldurðu að foreldrar þínir tali saman um framtíðarstarf þitt?

Rannsóknartilgáta: Stelpur telja að foreldrar þeirra tali oftar saman um framtíðarstarf þeirra en strákar telja að foreldrarnir tali um framtíðarstarf þeirra.

Marktækur munur á svörum kynjanna fannst hvorki á kí kvaðrati né Z prófi.  Um það bil tveir þriðju hlutar nemendanna töldu að foreldrar þeirra töluðu a.m.k. stundum um framtíðarstarf barna sinna  og þriðjungur þeirra taldi að foreldrarnir töluðu oft eða nokkuð oft um það.

Kí kvaðrat (Chi square) = 4.3149               Ekki marktækur munur

P = 0.365059                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 1.5082                                 Ekki marktækur munur

P = 0.13104                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 0.98

SD strákar = 1.09

 

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q14a Picture14a.bróðir.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 3.07

μ2 = mean - strákar = 2.87

búið 14a. spurning: Hvað telur bróðir þinn að þú eigir að gera þegar þú ert búin(n) með 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Bræður strákanna hafa ákveðnari skoðun á því hvað þeir eiga að gera að loknum 10. bekk en bræður stelpnanna á því hvað þær eiga að gera.

Marktækur munur á svörum kynjanna fannst hvorki á kí kvaðrati né Z prófi.  Nokkuð hærra hlutfall strákanna sögðu að bræður sínir hefðu rætt við sig um framtíðina en stelpurnar sögðu. Algengara var að bræður stelpnanna hefðu aldrei rætt um það við þær en bræður strákanna höfðu ræddu við þá. Bræður (40%) beggja kynja töldu að nemendurnir ættu að fara í skóla eftir 10. bekk.

Kí kvaðrat (Chi square) = 3.3946               Ekki marktækur munur

P = 0.33469                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 1.49                                      Ekki marktækur munur

P = 0.13622                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 1.77

SD strákar = 1.72

 

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q14b_Picture14b.systir..jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 3.32

μ2 = mean - strákar = 3.15

búið 14b. spurning: Hvað telur systir þín að þú eigir að gera þegar þú ert búin(n) með 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Systur stelpna hafa ákveðnari skoðun á því hvað þær eiga að gera að loknum 10. bekk en systur stráka hafa á því hvað þeir eiga að gera.

Marktækur munur á svörum kynjanna fannst hvorki á kí kvaðrati né Z prófi.  Nokkuð hærra hlutfall strákanna sögðu að systur þeirra hefðu rætt við sig um framtíðina en stelpurnar sögðu. Örlítið hærra hlutfall systra stelpnanna hafði aldrei rætt um það við þær en systur strákanna höfðu ræddu við þá. Um það bil 40% systra beggja kynja í úrtakinu töldu að nemendurnir ættu að fara í skóla eftir 10. bekk.

Kí kvaðrat (Chi square) = 0.8704               Ekki marktækur munur

P = 0.832558                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -0.8505                               Ekki marktækur munur

P = 0.4532                                                         Ekki marktækt

SD stelpur = 1.98

SD strákar = 2.03

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q14c_Picture14c_frændifrænka.

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.44

μ2 = mean - strákar = 2.11

búið 14c. spurning: Hvað telur frændi þinn/frænka þín að þú eigir að gera þegar þú ert búin(n) með 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Frænkur eða frændur stelpna hafa ákveðnari skoðun á því hvað þær eiga að gera að loknum 10. bekk en frænkur eða frændur stráka hafa varðandi hvað þeir eiga að gera.

Marktækur munur á svörum kynjanna fannst hvorki á kí kvaðrati né Z prófi.  Nokkuð hærra hlutfall strákanna (58%) sögðu að frænkur þeirra eða frændur hefðu rætt við sig um framtíðina en stelpurnar (48%) sögðu þau hafa gert. Nokkru hærra hlutfall skyldmenna stelpnanna hafði aldrei rætt um framtíð þeirra við þær en skyldmenni strákanna höfðu rætt við þá. Um það bil helmingur skyldmenna (allt að 58% hjá strákunum) beggja kynja í úrtakinu töldu að nemendurnir ættu að fara í skóla eftir 10. bekk.

Kí kvaðrat (Chi square) = 3.135                 Ekki marktækur munur

P = 0.371275                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.7706                               Ekki marktækur munur

P = 0.07672                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 1.49

SD strákar = 1.34

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q14d_Picture14d.vinur_vinkona.j

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.30

μ2 = mean - strákar = 1.85

búið 14d. spurning: Hvað telur vinur þinn/vinkona þín að þú eigir að gera þegar þú ert búin(n) með 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Vinir eða vinkonur stelpna hafa ákveðnari skoðun á því hvað þær eiga að gera að loknum 10. bekk en vinir eða vinkonur stráka hafa varðandi hvað þeir eiga að gera.

Marktækur munur á svörum kynjanna fannst ekki á kí kvaðrati en fannst hins vegar á  Z prófi.  Það þýðir að marktækur munur fannst á milli kynjanna hvað varðar skoðun vina eða vinkvenna þeirra á því hvað þeim fannst að stelpur annars vegar og strákar hins vegar ættu að gera að loknum 10. bekk. (Hér skal tekið fram að niðurstöðurnar sýna hvað nemendurnir í úrtakinu telja að vinum þeirra og vinkonum fyndist að þeir ættu að gera. Þetta eru ekki svör vinanna eða vinkvennanna). Þeim fannst (51%) að stelpurnar ættu að fara í skóla en hærra hlutfall (65%) þeirra töldu að strákarnir ættu að fara í skóla strax eftir 10. bekk. Nokkuð hærra hlutfall  vina eða vinkvenna stelpnanna höfðu aldrei talað um þetta við þær (24%) á meðan strákarnir sögðu að 15% vina þeirra eða vinkvenna hefðu aldrei rætt við sig um hvað þeir ættu að gera. Meira en helmingur vina og vinkvenna (allt að 65% hjá strákunum) beggja kynja í úrtakinu töldu að nemendurnir ættu að fara í skóla eftir 10. bekk.

Kí kvaðrat (Chi square) = 6.869                 Ekki marktækur munur

P = 0.076193                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -2.5367                               Marktækur munur

P = 0.01108                                                      Marktækt

SD stelpur = 1.44

SD strákar = 1.21

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var þó marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin á kí kvaðrat prófi. Marktækur munur fannst hins vegar á Z prófi.

Marktækar niðurstöður: Hærra hlutfall vina og vinkvenna stráka en stelpna töldu að þeir ættu að fara í fram-haldsskóla að loknum grunnskóla.

stestrá_Q14e_Picture14e_kennarinn.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.04

μ2 = mean - strákar = 1.87

búið 14e. spurning: Hvað telur kennarinn þinn að þú eigir að gera þegar þú ert búin(n) með 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Kennarar hafa ákveðnari skoðun á því hvað stelpur eiga að gera að loknum 10. bekk en því hvað  strákar eiga að gera eftir 10.bekk.

Hvorki var marktækur munur á svörum kynjanna á kí kvaðrati né  Z prófi.   Um það bil tveimur þriðju hlutum kennaranna fannst að bæði stelpurnar og strákarnir  ættu að fara í skóla eftir 10. bekk. Fimmtungur kennaranna hafði aldrei talað um þetta hvorki við stelpurnar né strákana hvað þau ættu að gera eftir 10. bekk.

Kí kvaðrat (Chi square) = 2.6189               Ekki marktækur munur

P = 0.454182                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.0876                               Ekki marktækur munur

P = 0.27572                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 1.45

SD strákar = 1.30

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q14f Picture14f.námsráðgjafi.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.10

μ2 = mean - strákar = 1.92

búið 14f. spurning: Hvað telur námsráðgjafinn þinn að þú eigir að gera þegar þú ert búin(n) með 10. bekk?

Rannsóknartilgáta: Námsráðgjafar í skólum hafa ákveðnari skoðun á því hvað stelpur eiga að gera að loknum 10. bekk en því hvað  strákar eiga að gera eftir 10.bekk.

Munur á svörum kynjanna varðandi skoðanir námsráðgjafanna var hvorki marktækur á kí kvaðrati né  Z prófi.   Um það bil tveimur þriðju hlutum námsráðgjafanna fannst að bæði stelpurnar og strákarnir  ættu að fara í skóla eftir 10. bekk. Fimmtungur námsráðgjafanna hafði aldrei talað um þetta hvorki við stelpurnar né strákana um hvað þau ættu að gera eftir 10. bekk.

Kí kvaðrat (Chi square) = 1.4901               Ekki marktækur munur

P = 0.684561                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.2209                               Ekki marktækur munur

P = 0.22246                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 1.42

SD strákar = 1.31

Núlltilgátu var ekki hafnað. hér Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q15a_Picture15a.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.89

μ2 = mean - strákar = 1.88

búið 15a. spurning: Hefur bróðir þinn verið í þeim framhaldsskóla (eða sams konar skóla) eða þeirri vinnu sem þú ætlar í (sem þig langar til að fara í) eftir 10. bekk eða í framtíðinni?

Rannsóknartilgáta: Það er algengt/algengara að strákar hafi meiri áhuga en stelpur á að fara í sama skóla eða vinnu og bræður þeirra eftrir 10. bekk.

 

Stræakarnir höfðu ekki meiri löngun en stelpurnar til að fara í sama skóla eða vinnu og bræður þeirra hafa verið í (eða eru í) eftir 10.bekk. Reyndar var algengara að stelpurnar höfðu átt bróður sem hafði ver​ið í þeim skóla eða þeirri vinnu sem þær höfðu áhuga á að fara í eftir grunnskólann. Það var samt ekki marktækur munur á milli kynjanna hvað þetta varðaði.

Kí kvaðrat (Chi square) = 5.453                 Ekki marktækur munur

P = 0.065448                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 1.2677                                Ekki marktækur munur

P = 0.20408                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 0.67

SD strákar = 0.57

Núlltilgátu var ekki hafnað. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q15b_Picture15b_systir.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.00

μ2 = mean - strákar = 1.89

búið 15b. spurning: Hefur systir þín verið í þeim framhaldsskóla (eða sams konar skóla) eða þeirri vinnu sem þú ætlar í (sem þig langar til að fara í) eftir 10. bekk eða í framtíðinni?

Rannsóknartilgáta: Það er algengt/algengara að stelpur hafi meiri áhuga en strákar á að fara í sama skóla eða vinnu og systur þeirra eftir 10. bekk.

 

Stelpurnar höfðu ekki meiri löngun en strákarnir til að fara í sama skóla eða vinnu og systur þeirra hafa verið í (eða eru í) eftir 10.bekk. Reyndar var algengara að strákarnir höfðu átt systur sem hafði ver​ið í þeim skóla eða þeirri vinnu sem þeir höfðu áhuga á að fara í eftir grunnskólann. Það var samt ekki marktækur munur á milli kynjanna hvað þetta varðaði.

Kí kvaðrat (Chi square) = 4.4729              Ekki marktækur munur

P = 0.106838                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = - 0.3813                             Ekki marktækur munur

P = 0.70394                                                     Ekki marktækt

SD stelpur = 0.65

SD strákar = 0.57

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q15c Picture15c frændi-frænka.jp

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.92

μ2 = mean - strákar = 1.82

ATH!! 15c. spurning: Hefur frændi þinn/frænka þín verið í þeim framhaldsskóla (eða sams konar skóla) eða þeirri vinnu sem þú ætlar í (sem þig langar til að fara í) eftir 10. bekk eða í framtíðinni?

Rannsóknartilgáta: Algengt/algengara er að stelpur hafi meiri áhuga en strákar á að fara í sama skóla eða vinnu og frænkur/frændur þeirra eftir 10. bekk.

ATH! Stelpurnar höfðu minni vitneskju en strákarnir um hvort skyldmenni þeirra höfðu  verið í sama skóla eða vinnu og þau höfðu væntingar um að fara í eftir 10.bekk. Hærra hlutfall strákanna  sögðust ekki hafa átt skyldmenni sem hafði ver​ið í þeim skóla eða þeirri vinnu sem þeir höfðu áhuga á að fara í eftir grunnskólann. Þessi munur var marktækur á kí kvaðrat prófi.

Kí kvaðrat (Chi square) = 9.2373              Marktækur munur

P = 0.009866                                                   Marktækt

Z próf (Z test) = - 1.771                                Ekki marktækur munur

P = 0.0767                                                        Ekki marktækt

SD stelpur = 0.89

SD strákar = 0.79

Núlltilgátu var ekki hafnað á Z prófi. Marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin fannst hins vegar á ki-kvaðrat prófi.

stestrá_Q15d_Picture15d_vinur-vinkona.j

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.79

μ2 = mean - strákar = 1.72

búið 15d. spurning: Hefur vinur þinn/vinkona þín verið í þeim framhaldsskóla (eða sams konar skóla) eða þeirri vinnu sem þú ætlar í (sem þig langar til að fara í) eftir 10. bekk eða í framtíðinni?

Rannsóknartilgáta: Algengt/algengara er að stelpur hafi meiri áhuga en strákar á að fara í sama skóla eða vinnu og vinkona þeirra eða vinur þeirra eftir 10. bekk. 

 

Stelpurnar höfðu minni vitneskju en strákarnir um hvort  vinir þeirra eða vinkonur hefðu  verið í sama skóla eða vinnu og þau höfðu væntingar um að fara í eftir 10.bekk. Hærra hlutfall strákanna  sagðist ekki hafa átt vini eða vinkonur sem höfðu ver​ið í þeim skóla eða þeirri vinnu sem þeir höfðu áhuga á að fara í eftir grunnskólann. Þessi munur var þó ekki marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 3.7912              Ekki marktækur munur

P = 0.150227                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = - 0.1712                             Ekki marktækur munur

P = 0.86502                                                     Ekki marktækt

SD stelpur = 0.81

SD strákar = 0.73

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q20_Picture20..einkunnir.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.55

μ2 = mean - strákar = 1.42

búið 20. spurning: Heldurðu að einkunnir þínar séu nógu góðar til að þú getir farið í þann framhaldsskóla sem þig langar að fara í?

Rannsóknartilgáta: Stelpur eru vissari en strákar um að einkunnir þeirra séu nógu góðar til að fara í þann framhaldsskóla sem þær langar að fara í.

 

Mikill meirihluti beggja kynja var viss um að einkunnir þeirra væru nógu góðar til að fara í þann framhaldsskóla sem þau langar í eftir grunnskólann. Stelpurnar (72%) voru vissari en strákarnir (64%) um að einkunnir þeirra væru nógu góðar en munurinn á kynjunum var þó ekki marktækur.

 

Kí kvaðrat (Chi square) = 3.1161              Ekki marktækur munur

P = 0.210542                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 1.407                                  Ekki marktækur munur

P = 0.15854                                                     Ekki marktækt

SD stelpur = 0.87

SD strákar = 0.89

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q29_Picture29.uppl.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.52

μ2 = mean - strákar = 2.46

búið 29. spurning: Hefurðu einhvern tíma reynt að fá upplýsingar um starf, sem þú hefðir áhuga á að hafa sem framtíðarstarf, hjá einhverjum sem er í slíku starfi?

Rannsóknartilgáta:  Stelpur hafa oftar en strákar reynt að fá upplýsingar um starf, sem þær hefðu áhuga á að hafa sem framtíðarstarf, hjá einhverjum sem er í slíku starfi.

Tæplega þriðjungur nemenda hafði aldrei leitað upplýsinga um starf sem þeir hefðu áhuga á að hafa sem framtíðarstarf. Þeir sem leituðu aðstoðar gerðu það með hjálp skóla eða annarra aðila. Fleiri strákar (37%) en stelpur  (27%) leituðu sér sjálfir upplýsinga án hjálpar frá öðrum aðilum en munurinn á milli kynjanna var ekki tölfræðilega marktækur.

 

Kí kvaðrat (Chi square) = 4.5717              Ekki marktækur munur

P = 0.20598                                                     Ekki marktækt

Z próf (Z test) = - 1.6485                             Ekki marktækur munur

P = 0.09894                                                     Ekki marktækt

SD stelpur = 1.18

SD strákar = 1.09

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q30_Picture30.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.96

μ2 = mean - strákar = 2.08

búið 30. spurning: Ég er sjálf(ur) fær um að ákveða í hvaða starf ég ætla án þess að leita ráða hjá foreldrum mínum.

Rannsóknartilgáta:  Stelpur telja frekar en strákar sig sjálfar færar um að ákveða í hvaða starf þær ætla í án þess að leita ráða hjá foreldrum mínum.

Um það bil þrír fjórðu nemenda af báðum kynjum töldu sig sjálfa vera færa um að ákveða í hvaða starf þeir ætla/hafi áhuga á að fara í án þess að leita ráða hjá foreldrum sínum. 

 

Kí kvaðrat (Chi square) = 2.9719              Ekki marktækur munur

P = 0.56254                                                     Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 0.2037                                Ekki marktækur munur

P = 0.84148                                                     Ekki marktækt

SD stelpur = 1.04

SD strákar = 1.04

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q31Picture31.aðrirvitabetur.jp

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 3.90

μ2 = mean - strákar = 4.04

búið 31. spurning: Annað fólk veit betur en ég hvaða framtíðarmenntun eða framtíðarstarf er best fyrir mig.

Rannsóknartilgáta:  Stelpur frekar en strákar telja að aðrir viti betur en þau sjálf  hvaða framtíðarmenntun eða framtíðarstarf sé best fyrir þau.

Mikill meirihluti nemenda af báðum kynjum töldu sig sjálfa vita betur varðandi það hvaða framtíðarmenntun eða framtíðarstarfá sé best fyrir þau. Munur var ekki marktækur á milli kynjanna. Er þetta í  samræmi við niðurstöður 30. spurningar.

 

Kí kvaðrat (Chi square) = 3.447                 Ekki marktækur munur

P = 0.485976                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = - 0.9797                              Ekki marktækur munur

P = 0.32708                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 1.16

SD strákar = 1.11

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá_Q32_Picture32.konur_vinna_betur

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 3.86

μ2 = mean - strákar = 3.80

búið 32. spurning: Konur vinna flest störf betur en karlar.

Rannsóknartilgáta:  Stelpur, frekar en strákar, telja að  konur vinni flest störf betur en karlar.

Mikill meirihluti nemenda af báðum kynjum var ósammál þeirri fullyrðingu að konur vinni flest störf betur en karlar.  Ekki var marktækur munur á skoðunum nemenda á þessu.

Kí kvaðrat (Chi square) = 0.4099               Ekki marktækur munur

P = 0.981655                                                   Ekki marktækt

Z próf (Z test) = - 0.1202                              Ekki marktækur munur

P = 0.90448                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 1.14

SD strákar = 1.19

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á stelpum og strákum við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q35 picture 35 Skipta laun máli.

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.19

μ2 = mean - strákar = 1.12

búið 35. spurning: Hvað heldurðu að besti vinur þinn/besta vinkona þín ætli að gera á næstu tveimur árum?

Rannsóknartilgáta:  Strákar, frekar en stelpur, telja að  vinir þeirra ætli í skóla frekar en að vinna næsta vetur eftir grunnskóla.

Hærra hlutfall stráka (94%) en stelpna (88%) töldu að bestu vinir þeirra eða vinkonur ætluðu í skóla á næstu tveimur árum eftir grunnskólann. Mikill meirihluti nemenda af báðum kynjum töldu að vinir eða vinkonur þeirra ætluðu í skóla eftir 10. bekk en marktækur munur var þó á skoðunum kynjanna varðandi þetta. Fleiri stelpur en strákar hölluðust að því að vinir þeirra eða vinkonur ætluðu að fara að vinna strax eftrir grunnskólann.

Kí kvaðrat (Chi square) = 7.4025               Marktækur munur

P = 0.024692                                                   Marktækt

Z próf (Z test) = 2.6443                                Marktækur munur

P = 0.0083                                                        Marktækt

SD stelpur = 0.53

SD strákar = 0.46

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

Marktækar niðurstöður: Hærra hlutfall stráka (94%) en stelpna (88%) töldu að bestu vinir þeirra eða vinkonur ætluðu í skóla á næstu tveimur árum eftir grunnskólann.

stestrá Q36 Picture36 - skipta laun máli

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.97

μ2 = mean - strákar = 1.93

búið 36. spurning: Laun skipta máli þegar ég vel mér framtíðarstarf.

Rannsóknartilgáta:  Strákar, frekar en stelpur, telja að  laun skipti máli þegar þau velja sér framtíðarstarf.

Meirihluti beggja kynja var algjörlega  sammála eða sammála þeirri full-yrðingu að laun skiptu máli þegar þau velja sér framtíðarstarf. Munur á hópunum var ekki marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 7.5469               Ekki marktækur munur

P = 0.10966                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = - 1.7073                              Ekki marktækur munur

P = 0.18726                                                      Ekki marktækt

SD stelpur = 0.92

SD strákar = 0.82

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá hvaða framtíðarstarf Picture1.jp

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 8.24

μ2 = mean - strákar = 8.83

ATH!!!!!!búið . 37. spurning: Hvaða starf/vinnu hefurðu mestan áhuga á að fara í sem framtíðarstarf?

Rannsóknartilgáta:  Strákar í 10. bekk grunnskóla, frekar en stelpur í 10. bekk grunnskóla, hafa ákveðið starf sem óskastarf fyrir framtíðina.

Meirihluti beggja kynja var ekki búinn að gera það upp við sig hvert væri óskastarfið fyrir framtíðina. Munur á hópunum var ekki marktækur hvað þetta varðar. Marktækur munur fannst hins vegar á milli kynjanna á vali þeirra á sérfræðistörfum þar sem hlutfallslega mun fleiri strákar (33%) en stelpur (17%) lýstu yfir áhuga á þess konar störfum sem framtíðarstarfi fyrir sig. Einnig var marktækur munur á vali stelpna (20% völdu) og stráka (10% völdu) á störfum þar sem krafist er tæknilegrar þekkingar bæði á sviði raunvísinda og hugvísinda. Svipuð niðurstaða birtist með val á störfum iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks. Mun fleiri stelpur (10%) völdu starf á þessu sviði en trákarnir (1%). 

Allir nemendur - Öll störf - ákveðið val og ekki ákveðið val

Kí kvaðrat (Chi square) = 0.2385                Ekki marktækur munur

P =  .625271                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -0.4884                                Ekki marktækur munur

P = .31207                                                          Ekki marktækt

SD stelpur = 2.24

SD strákar = 1.44

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

 

Störf iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks

Kí kvaðrat (Chi square) =  13.0512               Marktækur munur

P =  .000303                                                        Marktækt

Z próf (Z test) =  3.6126                                   Marktækur munur

P =  .00015                                                           Mmarktækt

SD stelpur = 

SD strákar = 

Störf iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks. Hér flokkast störf sem krefjast þekkingar og reynslu í iðngrein eða handíðum, m.a. skilnings á efnum og verkfærum sem notuð eru svo og á framleiðsluferlinu öllu, eiginleikum framleiðsluvörunnar/verksins og notagildi. Viðfangsefnin felast einkum í námavinnslu, smíði húsa og annarra mannvirkja og framleiðslu handunninna vara. Flest störf í bálknum krefjast kunnáttu samkvæmt öðru kunnáttustigi ÍSTARF95. Í flestum tilvikum eru gerðar kröfur um iðnmenntun eða töluverða starfsreynslu á tilteknu sviði iðnaðarframleiðslu. (Hagstofan, 2020).

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

Tæknar og sérmenntað starfsfólk, atvinnumenn í íþróttum

Kí kvaðrat (Chi square) = 7.2405                Marktækur munur

P =  .007128                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = 2.6908                                 Marktækur munur

P = .00357                                                         Marktækt

SD stelpur = 

SD strákar = 

Tæknar og sérmenntað starfsfólk. Hér flokkast störf sem krefjast tæknilegrar þekkingar og reynslu á sviði raunvísinda og hugvísinda. Viðfangsefnin felast í tæknilegri vinnu við útfærslu hugtaka og aðferðum áðurnefndra sviða, ennfremur kennslu á tilteknum menntastigum. Flest störf í bálkinum krefjast kunnáttu samkvæmt þriðja kunnáttustigi ÍSTARF95. Í mörgum tilvikum er farið fram á kunnáttu sem jafngildir fjögurra ára námi í framhaldsskóla, t.d. stúdentspróf eða sambærilega menntun eða réttindapróf úr ýmsum sérskólum. (Hagstofan, 2020).

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

Sérfræðistörf

Kí kvaðrat (Chi square) = 10.9118               Marktækur munur

P =  .000956                                                       Marktækt

Z próf (Z test) = -3.3033                                 Marktækur munur

P = .00048                                                          Marktækt

SD stelpur = 

SD strákar = 

Störf sérfræðinga. Hér flokkast störf sem krefjast sérfræðilegrar þekkingar og reynslu á sviði raunvísinda og hugvísinda. Viðfangsefnin felast í því að auka þá þekkingu sem fyrir er, nota vísindaleg og listræn hugtök og kenningar til að leysa vandamál og annast kennslu á kerfisbundinn hátt. Flest störf í bálkinum krefjast kunnáttu samkvæmt fjórða kunnáttustigi ÍSTARF95, þ.e. að minnsta kosti B.A., B.S., B.Ed. eða sambærilegrar menntunar. (Hagstofan, 2020).

 

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 

μ2 = mean - strákar =

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 

μ2 = mean - strákar = 

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 

μ2 = mean - strákar = 

Marktækar niðurstöður: Stelpurnar (10%) sýndu meiri áhuga á störfum iðnaðarmanna en strákarnir (1%) gerðu.

stestrá Hvað starfar pabbi þinn Picture1

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 

μ2 = mean - strákar = 

ATH BETUR 38. spurning: Hvað starfar pabbi þinn?

 

Rannsóknarspurning: 

Kí kvaðrat (Chi square) =               Ekki marktækur munur

P =                                                         Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -                              Ekki marktækur munur

P =                                                         Ekki marktækt

SD stelpur = 

SD strákar = 

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var Marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

ATH BETUR 39. spurning: Hvernig heldurðu að pabba þínum finnist vinnan sem hann er í?

ENGIN SVÖR BÁRUST VIÐ ÞESSARI SPURNINGU

stestrá Hvað starfsr mamma þín Picture2.

ATH BETUR 40. spurning: Hvað starfar mamma þín?

Rannsóknarspurning: 

Kí kvaðrat (Chi square) =               Ekki marktækur munur

P =                                                         Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -                              Ekki marktækur munur

P =                                                         Ekki marktækt

SD stelpur = 

SD strákar = 

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Marktækur munur var ekki á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 

μ2 = mean - strákar = 

stestrá Q40 Picture 40 Hvernig heldurðu

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.06

μ2 = mean - strákar = 2.06

búið 40b. spurning: Hvernig heldurðu að mömmu þinni finnist vinnan sem hún er í?

Rannsóknartilgáta: Stelpur, frekar en strákar, telja að mömmu þeirra finnist vinnan sem hún er í vera skemmtileg.

Um það bil þrír fjórðu hlutar beggja kynja töldu að mömmu þeirra fyndist vinnan sem hún er í vera skemmtileg. Ekki var marktækur munur á kynjunum hvað þetta varðar.

Kí kvaðrat (Chi square) =5.1189               Ekki marktækur munur

P =                                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = - 0.1113                             Ekki marktækur munur

P = 0.9124                                                        Ekki marktækt

SD stelpur =  1.03

SD strákar =  1.23

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q44 Picture44.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.73

μ2 = mean - strákar = 1.47

ATH!!!  44. spurning: Hvar áttu heima?

 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur búa í þéttbýli.

Mikill meirihluti nemenda átti heima í Reykjavík eða í kaupstöðum úti á landi.

Stærri hluti stráka (91%) en stelpna (86%) bjó á þessum stöðum og var munurinn á milli hópanna marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 9.7285               Marktækur munur

P = 0.021021                                                    Marktækt

Z próf (Z test) = - 3.087                                 Marktækur munur

P = 0.002                                                            Marktækt

SD stelpur =  0.86

SD strákar =  0.73

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q 45 Picture45.jpg Hjá hverjum b

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.38

μ2 = mean - strákar = 1.33

búið 45 spurning: Hjá hverjum býrðu?

 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur búa hjá mömmu sinni meðan þau eru í 10. bekk grunnskóla.

Mikill meirihluti nemenda bjó hjá báðum foreldrum. Ef þeir bjuggu hins vegar hjá öru foreldri var algengara að það væri mamman og var algengara að það væru strákar en stelpur sem það gerðu. Munur á kynjunum var þó ekki marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 6.8768               Ekki marktækur munur

P = 0.142545                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.848                                  Ekki marktækur munur

P = 0.06432                                                       Ekki marktækt

SD stelpur =  0.90

SD strákar =  0.73

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q47 Picture47 búa afi og amma á

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 3.79

μ2 = mean - strákar = 3.94

búið 47. spurning: Búa afi þinn og/eða amma þín á heimilinu?

 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur búa á heimili þar sem afi og/eða amma bjuggu líka.

Mikill meirihluti nemenda bjó án afa og ömmu á heimilinu. Ef þeir bjuggu 

hins vegar á heimili þar sem bæði afi og eða amma voru til staðar var algengara að það væru stelpur en strákar sem það gerðu. Munur á kynjunum var marktækur hvað þetta varðar.

Kí kvaðrat (Chi square) = 10.008               Marktækur munur

P = 0.018496                                                    Marktækt

Z próf (Z test) = 3.1273                                 Marktækur munur

P = 0.0017                                                         Marktækt

SD stelpur =  0.62

SD strákar =  0.33

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q48 Picture48.jpg hvort eyðirðu

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.26

μ2 = mean - strákar = 2.23

búið 48. spurning: Hvort eyðirðu meiri tíma með foreldrum þínum eða vinum þínum á hverjum degi, að jafnaði?

 

Rannsóknartilgáta: Strákar eyða meiri tíma en stelpur með foreldrum sínum eða vinum sínum á hverjum degi, að jafnaði.

Um það bil helmingur nemendanna eyddu jafnmiklum tíma með foreldrum sínum og vinum.  Strákarnir eyddu þó meiri tíma með foreldrum sínum og minni með vinum en stelpurnar gerðu. Munur á kynjunum var þó ekki mark-tækur hvað þetta varðar en ekki langt frá því.

Kí kvaðrat (Chi square) = 5.8284               Ekki marktækur munur

P = 0.054246                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 2.1722                                 Ekki marktækur munur

P = 0.07                                                              Ekki marktækt

SD stelpur =  0.79

SD strákar =  0.86

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestráQ52Picture52kvíðirðuaðfaraíframha

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.09

μ2 = mean - strákar = 2.99

SPURNING 12b-búið 52. spurning: Kvíðirðu fyrir að fara í framhaldsskóla?

 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur eru kvíðnir fyrir að fara í framhaldsskóla.

Rúmlega 37% strákanna sögðust vera mjög eða töluvert kvíðnir fyrir því að fara í framhaldsskóla á meðan 11% stelpnanna sagðist kvíða mjög eða töluvert mikið fyrir því að fara í framhaldsskóla. Þessi munur á kynjunum var marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 66.62                  Marktækur munur

P = 0.00001                                                       Marktækt

Z próf (Z test) = -5.404                                  Marktækur munur

P =  0.00001                                                      Marktækt

SD stelpur =  1.14

SD strákar =  1.27

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

VIÐHORF NEMENDANNA TIL 12 STARFSGREINA:

stestrá Q49a Picture49a bóndi.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.51

μ2 = mean - strákar = 1.64

búið 49a. spurning: Næstu 12 töflur innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - bóndi

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf bónda sé mikilvægt.

Meira en helmingur beggja kynjanna taldi starf bóndans vera mikilvægt, Nokkru fleiri stelpur en strákar töldu starf bóndans vera mjög mikilvægt eða nokkuð  mikilvægt og þar með birtist öfug mynd hjá strákunum. Þessi munur á kynjunum var ekki marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 4.8581                  Ekki marktækur munur

P = 0.182489                                                       Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 1.747                                       Ekki marktækur munur

P =  0.08012                                                         Ekki marktækt

SD stelpur =  0.75

SD strákar =  0.82

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49b Picture49b læknir.jpg
stráste Q52 Picture52 kvíðirðu fyrir að

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.19

μ2 = mean - strákar = 1.06

búið 49b. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - læknir

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf læknis sé mikilvægt.

Um það bil níutíu prósent  beggja kynjanna taldi starf læknisins vera mjög mikilvægt, Nokkru fleiri strákar (95%) en stelpur (87%) töldu starf læknisins vera mjög mikilvægt. Þessi munur á kynjunum var þó ekki marktækur.

Kí kvaðrat (Chi square) = 5.7807                  Ekki marktækur munur

P = 0.12278                                                         Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.8645                                  Ekki marktækur munur

P =  0.6288                                                          Ekki marktækt

SD stelpur =  0.57

SD strákar =  0.26

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49c Picture49c tresmidur.jpg.pn

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.88

μ2 = mean - strákar = 2.017

búið 49c. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - trésmiður

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf trésmiðs sé mikilvægt.

Rúmlega einn þriðji stelpuhópsins taldi starf  trésmiðsins vera mjög mikilvægt en rúmlega einn fjórði strákahópsins taldi svo vera. Þessi munur á kynjunum var ekki marktækur.Meirihluti beggja kynja (u.þ.b. 75%) taldi þó starf trésmiðsins vera mjög mikilvægt eða nokkuð miliævægt. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 3.0233                  Ekki marktækur munur

P = 0.3884044                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.8055                                  Ekki marktækur munur

P =  0.07031                                                        Ekki marktækt

SD stelpur =  0.81

SD strákar =  0.78

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49d Picture49d fiskimaður..jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 

μ2 = mean - strákar = 

búið 49d. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - fiskimaður

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf  fiskimanna sé mikilvægt.

Tæplega helmingur (49%) stelpuhópsins taldi starf fiskimannsins vera mjög mikilvægt en nokkru lægra hlutfall (44%) strákanna taldi það ins vera mjög mikilvægt. Þessi munur á kynjunum var ekki marktækur.Meirihluti beggja kynja (u.þ.b. 75%) taldi þó starf fiskimanna vera mjög mikilvægt eða nokkuð miliævægt. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 1.0295                  Ekki marktækur munur

P = 0.794117                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.0599                                  Ekki marktækur munur

P =  0.28914                                                        Ekki marktækt

SD stelpur =  0.86

SD strákar =  0.85

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49e Picture 49e grunnskólakenna

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.50

μ2 = mean - strákar = 1.26

búið 49e. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - grunnskólakennari

Rannsóknartilgáta: Fleiri stelpur en strákar telja að starf grunnskóla-kennara sé mikilvægt.

Tæplega 70% stelpnahópsins taldi starf grunnskólakennara vera mjög mikilvægt en rúmlega 80% strákanna taldi það starf vera mjög mikilvægt. Þessi munur á kynjunum var marktækur við .05 marktektarmörkin. Mikill meirihluti beggja kynja (9 af hverjum 10 nemendum í úrtkinu) taldi starf grunnskólakennara vera mjög mikilvægt eða nokkuð miliævægt. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 9.1121                 Marktækur munur

P = 0.027837                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = -2.935                                    Marktækur munur

P =  0.0033                                                          Marktækt

SD stelpur =  0.84

SD strákar =  0.61

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49f Picture49f húsmóðir.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.o5

μ2 = mean - strákar = 1.91

búið 49f. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - húsmóðir

Rannsóknartilgáta: Fleiri stelpur en strákar telja að starf húsmóður sé mikilvægt.

Um það bil 70% beggja hópanna taldi starf húsmóðurinnar vera mjög eða nokkuð mikilvægt. Mikill meirihluti beggja kynja (7 af hverjum 10 nemendum í úrtakinu)  taldi starf húsmóður vera mjög mikilvægt eða nokkuð miliævægt. Nokkru fleiri strákar en stelpur töldu starf húsmóðurinnar mjög mikilvægt. 

Ekki var um marktækan mun að ræða milli kynjanna.

Kí kvaðrat (Chi square) = 2.3517                 Ekki marktækur munur

P = 0.502697                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.5913                                  Ekki marktækur munur

P =  0.11184                                                        Ekki marktækt

SD stelpur =  0.86

SD strákar =  0.96

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki  var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q 49g Picture 49g verkamaður.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.63

μ2 = mean - strákar = 1.63

búið 49g. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - verkamaður

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf verkamanns sé mikilvægt.

Um það bil 90% beggja hópanna taldi starf verkamannsins vera mjög eða nokkuð mikilvægt. Mikill meirihluti beggja kynja (9 af hverjum 10 nemendum í úrtakinu)  taldi starf verkamannsins vera mjög mikilvægt eða nokkuð miliævægt. Aðeins fleiri stelpur en strákar töldu starf verkamannsins mjög mikilvægt. Ekki var um marktækan mun að ræða milli kynjanna.

Kí kvaðrat (Chi square) = 6.4923                 Ekki marktækur munur

P = 0.089966                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 0.2593                                   Ekki marktækur munur

P =  0.79486                                                       Ekki marktækt

SD stelpur =  0.76

SD strákar =  0.68

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49h Picture 49h.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.43

μ2 = mean - strákar = 1.94

búið 49h. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - prestur

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf prests sé mikilvægt.

Um það bil 75% strákanna taldi starf prestsins vera mjög eða nokkuð mikilvægt en rúmlega helmingur stelpnanna var á sömu skoðun. Marktækur munur var á svörun kynjanna varðandi mikilvægi preststarfsins.

Kí kvaðrat (Chi square) = 22.482                 Marktækur munur

P = 0.000052                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = -4.561                                    Marktækur munur

P = 0.00001                                                         Marktækt

SD stelpur =  1.10

SD strákar =  0.91

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49i picture49i leikskólakennari

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.72

μ2 = mean - strákar = 1.43

búið 49i. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - leikskólakennari

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf leikskólakennara sé mikilvægt.

Um það bil 65% strákanna taldi starf leikskólakennarans vera mjög mikilvægt en rúmlega helmingur stelpnanna var á sömu skoðun. Marktækur munur var á svörun kynjanna varðandi mikilvægi starfs leikskólakennara.

Kí kvaðrat (Chi square) = 14.184                 Marktækur munur

P = 0.002665                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = -3.054                                    Marktækur munur

P =  0.0023                                                          Marktækt

SD stelpur =  0.86

SD strákar =  0.64

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestráQ49jPicture49jl0gru.jónn.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.33

μ2 = mean - strákar = 1.15

búið 49j. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - lögregluþjónn

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf lögregluþjóns

sé mikilvægt.

Töluverður munur var á skoðun kynjanna á mikilvægi starfs lögregluþjóns.

Um það bil 90% strákanna taldi starf þeirra vera mjög mikilvægt en rúmlega þrír fjórðu stelpnahópsins var á sömu skoðun. Marktækur munur var á svörun kynjanna varðandi mikilvægi starfs lögregluþjóns.

Kí kvaðrat (Chi square) = 9.0429                 Marktækur munur

P = 0.028726                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = -2.927                                    Marktækur munur

P =  0.0034                                                          Marktækt

SD stelpur =  0.72

SD strákar =  0.50

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49j Picture49j lögregluþjónn.jp

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.70

μ2 = mean - strákar = 1.37

búið 49k. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - bankamaður

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf bankamanns

sé mikilvægt.

Mikill munur var á skoðun kynjanna á mikilvægi starfs bankamanns.

Tæplega 70% strákanna taldi starf þeirra vera mjög mikilvægt en rúmlega helmingur stelpnanna var á sömu skoðun. Marktækur munur var á svörun kynjanna varðandi mikilvægi starfs bankamanns.

Kí kvaðrat (Chi square) = 16.449                 Marktækur munur

P = 0.000917                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = -3.565                                    Marktækur munur

P =  0.00038                                                        Marktækt

SD stelpur =  0.86

SD strákar =  0.61

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q49l Picture49l kaupmaður.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.82

μ2 = mean - strákar = 1.66

49l. spurning: Töflur og súlurit sem innihalda niðurstöður fyrir 12 starfsheiti. Fólk telur þessi störf mismunandi mikilvæg í þjóðfélaginu. Merktu við, með því að haka við einn valkost hjá hverju starfsheiti, hversu mikilvægt þú telur þetta starf. - kaupmaður

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf kaupmanns

sé mikilvægt.

Nokkur munur var á skoðun kynjanna á mikilvægi starfs kaupmanns

en ekki nægur til að hann væri marktækur við .05 mörkin. Um það bil 88% strákanna taldi starf þeirra vera mjög mikilvægt eða nokkuð mikilvægt en 83% stelpnanna var á sömu skoðun. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 4.0405                 Ekki marktækur munur

P = 0.257125                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.3957                                  Ekki marktækur munur

P =  0.16152                                                        Ekki marktækt

SD stelpur =  0.85

SD strákar =  0.74

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q 50a Picture 50a.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.28

μ2 = mean - strákar = 2.55

búið 50a. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurn-ingu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - bóndi 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf bónda

njóti lítillar virðingar í samfélaginu.

Marktækur munur var á skoðun kynjanna á virðingu starfs bónda. Fleiri strákar (60%) en stelpur (44%) töldu að starf bónda nyti  fremur lítillar eða mjög ítillar virðingar Marktækur munur var á svörum kynjanna við .05 mörkin.

Kí kvaðrat (Chi square) = 7.9471                 Marktækur munur

P = 0.047118                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = -2.703                                    Marktækur munur

P =  0.0069                                                          Marktækt

SD stelpur =  0.94

SD strákar =  0.84

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q 50b Picture50b læknir.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.30

μ2 = mean - strákar = 1.11

búið 50b. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurn-ingu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - læknir 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf læknis

njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Marktækur munur var á skoðun kynjanna á virðingu læknisstarfsins. Fleiri strákar (92%) en stelpur (79%) töldu að starf læknis nyti mjög mikillar virðingar. Marktækur munur var svörum kynjanna við á kí kvaðrat prófi við .05 mörkin.

Kí kvaðrat (Chi square) = 12.346                 Marktækur munur

P = 0.006286                                                      Marktækt

Z próf (Z test) = -1.4                                         Ekki marktækur munur

P =  0.1615                                                          Ekki marktækt

SD stelpur =  0.68

SD strákar =  0.40

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörkin á kí kvaðrat prófi.

stestrá Q 50c Picture 50c trésmiður.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.30

μ2 = mean - strákar = 2.59

búið 50c. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurn-ingu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - trésmiður 

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf trésmiðs

njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Marktækur munur var á skoðun kynjanna á virðingu trésmiða í samfélaginu. Fleiri strákar (60%) en stelpur (46%) töldu að starf trésmiðs nyti fremur eða mjög lítillar virðingar. Marktækur munur var á svörum kynjanna við .05 mörkin.

Kí kvaðrat (Chi square) = 6.2407                 Ekki marktækur munur

P = 0.100468                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -2.4058                                  Marktækur munur

P =  0.016                                                             Marktækt

SD stelpur =  0.91

SD strákar =  0.87

Núlltilgátu var hafnað. Marktækur munur var á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörk á Z prófi.

stestrá Q50d Picture50d fiskimaður.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.20

μ2 = mean - strákar = 2.42

búið 50d. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurn-ingu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - fiskimaður 

Rannsóknartilgáta: Fleiri stelpur en strákar telja að starf fiskimanns

njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Marktækur munur var á skoðun kynjanna á virðingu fiskimanna í sam-félaginu. Fleiri stelpur (63%) en strákar (48%) töldu að starf fiskimanns nyti mjög eða fremur mikillar virðingar. Marktækur munur var á svörum kynjanna á Z prófi við .05 mörkin.

Kí kvaðrat (Chi square) = 7.7912                 Ekki marktækur munur

P = 0.050529                                                      Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -2.3487                                  Marktækur munur

P =  0.0188                                                          Marktækt

SD stelpur =  0.92

SD strákar =  0.86

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörkin á Z prófi.

stestrá Q50e Picture50e grunnskólakennar

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.32

μ2 = mean - strákar = 2.22

búið 50e. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurn-ingu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - grunnskóla-kennari 

Rannsóknartilgáta: Fleiri stelpur en strákar telja að starf grunnskóla-kennara njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Ekki var marktækur munur á skoðun kynjanna á virðingu grunnskóla-kennara  í samfélaginu. Litlu fleiri  strákar (59%) en stelpur (57%) töldu að starf grunnskólakennara nyti mjög eða fremur mikillar virðingar. Marktækur munur var ekki á svörum kynjanna við .05 mörkin.

Kí kvaðrat (Chi square) =1.6692                 Ekki marktækur munur

P = 0.643811                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -0.653                                  Ekki marktækur munur

P =  0.5157                                                        Ekki marktækt

SD stelpur =  0.99

SD strákar =  0.96

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q50f Picture50f húsmóðir.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.35

μ2 = mean - strákar = 2.63

búið 50f. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurningu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - húsmóðir

Rannsóknartilgáta: Fleiri stelpur en strákar telja að starf húsmóður njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Marktækur munur var á skoðun kynjanna á virðingu húsmóður í samfélaginu. Fleiri  stelpur (56%) en strákar (41%) töldu að starf húsmóður nyti mjög eða fremur mikillar virðingar. Marktækur munur var á svörum kynjanna við .05 mörkin.

Kí kvaðrat (Chi square) =8.6814                Marktækur munur

P = 0.033841                                                    Marktækt

Z próf (Z test) = 2.5127                                 Marktækur munur

P =  0.0121                                                        Marktækt

SD stelpur =  1.03

SD strákar =  1.10

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q50g Picture50g verkamaður.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.17

μ2 = mean - strákar = 2.38

búið 50g. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurningu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - verkamaður

Rannsóknartilgáta: Fleiri stelpur en strákar telja að starf verkamanns njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Marktækur munur var á skoðun kynjanna á virðingu starfs verkamanns í samfélaginu á Z-prófi en ekki á kí-kvaðrat prófi. Fleiri  stelpur (68%) en strákar (54%) töldu að starf verkamanns nyti mjög eða fremur mikillar virðingar. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 5.8977                Ekki marktækur munur

P = 0.116694                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 2.378                                    Marktækur munur

P =  0.0173                                                        Marktækt

SD stelpur =  0.81

SD strákar =  0.86

Núlltilgátu var hafnað. Marktækur munur var á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörkin á Z prófi.

stestrá Q50h Picture150h prestur.png

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.17

μ2 = mean - strákar = 2.38

50h. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurningu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - prestur

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf prests njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Marktækur munur var á skoðun kynjanna á virðingu prestsstarfsins í samfélaginu á Z-prófi en ekki á kí-kvaðrat prófi. Fleiri strákar (80%) en stelpur (69%) töldu að starf prests nyti mjög eða fremur mikillar virðingar. Marktækur munur var á svörum kynjanna við .05 mörkin.

Kí kvaðrat (Chi square) = 6.0032                Ekki marktækur munur

P = 0.111455                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -2.338                                  Marktækur munur

P =  0.0193                                                        Marktækt

SD stelpur =  1.02

SD strákar =  0.89

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörkin á Z prófi.

stestrá Q50i Picture50i leikskólakennari

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.25

μ2 = mean - strákar = 2.31

50i. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurningu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - leikskóla-kennari

Rannsóknartilgáta: Fleiri stelpur en strákar telja að starf leikskóla-kennara njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Fleiri stelpur (65%) en strákar (54%) töldu að starf leikskólakennara nyti mjög eða fremur mikillar virðingar í samfélaginu. Ekki var þó marktækur munur á skoðun kynjanna hvað þetta starf varðar hvorki á kí-kvaðrat prófi  né Z-prófi. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 5.2348               Ekki marktækur munur

P = 0.155391                                                    Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 1.4011                                 Ekki marktækur munur

P =  0.1615                                                        Ekki marktækt

SD stelpur =  0.96

SD strákar =  0.92

Núlltilgátu var ekki hafnað hér. Ekki var marktækur munur á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q50j Picture50j lögregluþjónn.jp

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núll tilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.56

μ2 = mean - strákar = 1.28

búið 50j. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurningu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - lögreglu-þjónn

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf lögreglu-þjóns njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Fleiri strákar (97%) en stelpur (89%) töldu að starf lögregluþóna nyti mjög eða fremur mikillar virðingar í samfélaginu. Marktækur munur var á skoðun kynjanna hvað þetta starf varðar bæði á kí-kvaðrat prófi  og Z-prófi. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 12.531              Marktækur munur

P = 0.00577                                                     Marktækt

Z próf (Z test) = -3.161                                 Marktækur munur

P =  0.0016                                                       Marktækt

SD stelpur =  0.82

SD strákar =  0.50

Núlltilgátu var hafnað hér. Marktækur munur var á svörum stelpna og stráka við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q50k Picture50k bankamaður.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núlltilgáta

μ1 = mean - stelpur = 1.78

μ2 = mean - strákar = 1.58

búið 50k. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurningu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - bankamaður

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf banka-manns njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Fleiri strákar (87%) en stelpur (82%) töldu að starf bankamanna nyti mjög eða fremur mikillar virðingar í samfélaginu. Ekki var marktækur munur á skoðun kynjanna hvað þetta starf varðar hvorki á kí-kvaðrat prófi  né Z-prófi. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 7.0671       Ekki marktækur munur

P = 0.069789                                           Ekki marktækt

Z próf (Z test) = -1.274                         Ekki marktækur munur

P =  0.2041                                               Ekki marktækt

SD stelpur =  0.89

SD strákar =  0.75

Núlltilgátu var ekki  hafnað. Ekki var marktækur munur á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörkin.

stestrá Q50l Picture50l kaupmaður.jpg

Núlltilgáta:

Alpha (α) = .05

H0: μ1 = μ2

H0 = núlltilgáta

μ1 = mean - stelpur = 2.02

μ2 = mean - strákar = 2.14

50l. spurning: Hér eru sömu starfsheiti og birtust í fyrri listanum í spurningu 49. Sum þessara starfa njóta meiri virðingar í þjóðfélaginu en önnur. Merktu við eitt atriði hjá hverju starfsheiti til að gefa til kynna hve mikillar virðingar þú teljir starfið njóta í íslensku samfélagi. - kaupmaður

Rannsóknartilgáta: Fleiri strákar en stelpur telja að starf kaupmanns njóti mikillar virðingar í samfélaginu.

Fleiri stelpur (77%) en strákar (68%) töldu að starf kaupmanns nyti mjög eða fremur mikillar virðingar í samfélaginu. Ekki var marktækur munur á skoðun kynjanna hvað þetta starf varðar hvorki á kí-kvaðrat prófi  né Z-prófi. 

Kí kvaðrat (Chi square) = 3.8008       Ekki marktækur munur

P = 0.283789                                            Ekki marktækt

Z próf (Z test) = 1.5976                         Ekki marktækur munur

P =  0.1096                                                Ekki marktækt

SD stelpur =  0.87

SD strákar =  0.86

Núlltilgátu var ekki  hafnað. Ekki var marktækur munur á svörum stráka og stelpna við .05 marktektarmörkin.

REYNSLA TENGD SKÓLA

X-1/2. Strákarnir (53%) í rannsókninni töldu sig hafa meira gagn af veru sinni í 10. bekk en stelpurnar (40%) töldu sig hafa.

X-2/3. Strákarnir (89%) í rannsókninni töldu sig myndu hafa meira gagn af námi í framhaldsskóla en stelpurnar (78%).      

X-3(5. Hærra hlutfall stráka (29%) en stelpna (15%) í rannsókninni eyddi meira en 1 klukkustund í heimanám á hverjum degi.

7/9b  Fleiri stelpur en strákar telja að gagnsemi af þjónustu náms- og strafsráðgjafa sé gagnleg við að finna starf eftir 10. bekk. (Marktækt á Z prófi)

15/52 Strákar í 10. bekk kvíða meira fyrir því að fara í framhaldsskóla en stelpur í 10 bekk.

REYNSLA TENGD FJÖLSKYLDU

4/6a. Pabbar stelpnanna spyrja  þær oftar(40%) hvort þær hafi lokið við heimanámið heldur en pabbarnir spyrja strákana (29%).

5/6b. Mæður stelpnanna spyrja  þær oftar (60%) hvort þær hafi lokið við heimanámið heldur en þær spyrja strákana (45%). (Marktækt á Z prófi).

6/7a. Feðurnir sýndu því  örlítið meiri áhuga sem stelpurnar voru að gera í skólanum en því sem strákarnir voru að gera. (Marktækt á Z prófi)

8/12  Feður töluðu oftar við dætur sínar en syni sína um hvort rétt væri að fara í framhaldsskóla eða fara að vinna strax eftir 10.bekk.(Marktækt kí kvaðrat)

16/48 Strákarnir eyddu meiri tíma með foreldrum sínum og minni með vinum en stelpurnar gerðu. (Marktækt á Z prófi).

 

REYNSLA TENGD SKYLDMENNUM

10/15c Hærra hlutfall stráka  en stelpna sögðust ekki hafa átt skyldmenni í þeim skóla/vinnu sem þeir höfðu áhuga á að fara í. (Marktækt á kí kvaðrat prófi.)

14/47 Algengara var að stelpur en strákar byggju á heimili þar sem bæði afi og eða amma voru til staðar.

REYNSLA TENGD VINUM

9/14d Hærra hlutfall vina/vinkvenna nemendanna fannst að strákarnir (65%) en stelpurnar (51%) ættu að fara í skóla strax eftir 10. bekk. (Marktækt á Z prófi)

12/35 Fleiri strákar (94%) en stelpur (88%) telja að bestu vinir þeirra eða vinkonur ætli í skóla á næstu tveimur árum eftir grunnskólann.

13/44 ATH!!!! Stærri hluti stráka (91%) en stelpna (86%) bjó á suð-vestur horninu. 

VIÐHORF NEMENDANNA TIL STARFA KYNJANNA 

11/33 Stelpur frekar en strákar telja karla vinna flest störf betur en konur.

VÆNTINGAR NEMENDANNA UM FRAMTÍÐARSTARF

 

 

 

 

VIÐHORF NEMENDANNA TIL 12 STARFSGREINA

17/49e Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf grunnskólakennara vera mikilvægt.

18/49h Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf prests vera mikilvægt.

19/49i  Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf leikskólakennara vera mikilvægt.

20/49j  Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf lögregluþjóns vera mikilvægt.

21/49k Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf bankamanns vera mikilvægt.

22/50a Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf bónda njóta lítillar virðingar í þjóðfélaginu.

23/50b Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf læknis njóta mj0g mikillar virðingar í þjóðfélaginu.

24/50c Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf trésmiðs njóta lítillar virðingar í þjóðfélaginu. (Marktækt á Z prófi).

25/50d Hærra hlutfall  stelpna en stráka telur starf fiskimanns njóta mikillar virðingar í þjóðfélaginu. (Marktækt á Z prófi).

26/50f Hærra hlutfall  stelpna en stráka telur starf húsmóður njóta  mikillar virðingar í þjóðfélaginu. 

27/50g Hærra hlutfall  stelpna en stráka telur starf verkamanns njóta mikillar virðingar í þjóðfélaginu. (Marktækt á Z prófi).

28/50h Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf prests njóta mikillar virðingar í þjóðfélaginu. (Marktækt á Z prófi).

29/50j  Hærra hlutfall  stráka en stelpna telur starf lögregluþjóns njóta mikillar virðingar í þjóðfélaginu.

Hærra hlutfall stráka (33%) en stelpna (17%) lýstu yfir áhuga á sérfræðistörfum sem framtíðarstarfi fyrir sig.

Hærra hlutfall stelpna en stráka lýsti yfir áhuga á störfum iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks sem framtíðarstarf fyrir sig.

Hærra hlutfall stelpna en stráka lýsti yfir áhuga á störfum tækna og sérmenntaðs starfsfólks sem framtíðarstarf fyrir sig.

bottom of page